Folfvellir

Nú eru þrír alvöru vellir hér á landi sem eru öllum opnir.

Gufunes í Grafarvogi
Þar er stærsti völlurinn og sá eini sem er með 18 körfur. Stórt kort er við bílastæðið sem lýsir vel vellinum. Fyrsta karfa er rétt við kortið.

Staðsetning

Úlfljótsvatn
Við Útilífsmiðstöð skáta er skemmtilegur 9 körfu völlur sem er mjög "skátalegur" þ.e. hann liggur um fjölbreytt landslag. Fyrri hluti vallarins er í skemmtilegum furu- og greniskógi en seinni hluti liggur meðfram læk. Fyrsta karfan er fyrir ofan þjóðveg á móts við bæinn Úlfljótsvatn en síðasta holan er fyrir neða salernishúsin á tjaldsvæðinu.

Staðsetning

Hamrar Akureyri
Þessi skemmtilegi og fjölbreytti völlur liggur fyrir ofan tjaldsvæðið að Hömrum en fyrsta brautin er reyndar inn á tjaldsvæðinu og þá er kastað yfir eina af tjörnunum sem þar eru. Völlurinn er mjög skemmtilegur og reynir töluvert á hæfni spilara. Hægt er að velja um bláa og rauða teiga.

Staðsetning

Skor- og brautarkort

Auk þessara valla eru körfur við Hólavatn í Eyjafirði, í Vatnaskógi, á Tálknafirði og víðar.

Engin ummæli: