Folfhetjur af landmóti UMFÍ

Keppt var í tveim flokkum á landsmóti UMFÍ sem fór nýverið fram í Kópavogi. Þorvaldur "Þorri" Þórarinsson bar sigur úr býtum í opnum flokki. Indriði Níelsson verkfræðingur fylgdi á hæla hans og þriðja sæti tók sjálfur formaður mótanefndar, Haukur Árnason.

Úrslit í opnum flokki:
1. Þorvaldur Þórarinsson
2. Indriði Níelsson
3. Haukur Árnason
4. Ingólfur Dan Þórisson
5. Ingólfur Ingólfsson
6. Árni Leósson
7. Birgir Ómarsson
8-9. Davíð Torfason
8-9. Halldór
10. Sævar Ingi Rúnarsson

Einn af helstu kostum frisbígolfsins er hversu aðgengilegt það er. Það kostar ekkert að spila það, ef frá er talinn tíminn sem í það fer, og sameinar alla aldurshópa. Í hópi byrjenda sigraði Karl Georg Karlsson.

Úrslit í byrjendaflokki:
1. Karl Georg Karlsson
2. Þröstur Þór Guðmundsson
3. Karl Vignir Dyrving
4. Helga Gunnarsdóttir
5. Aðalheiður Ásmundardóttir
6. Jenny Gerleman
7. Magnea Birgisdóttir
8. Ásdís Erla Jóhannsdóttir

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hver voru skorin hjá þeim ?

Making sense sagði...

Góð spurning. Ég hef því miður ekki þær upplýsingar, en læt þær inn, ef ég fæ þær.