Folf á Landsmóti UMFÍ

Keppt verður í folfi í fyrsta sinn á Landsmóti UMFÍ nú í sumar og erum við mjög ánægð með það. Keppnin verður öllum opin en keppt verður í tveimur flokkum, byrjenda og fyrir lengra komna.

Lagður verður sérstakur völlur í Kópavogsdalnum en keppnin fer fram laugardaginn 7. júlí.

Fréttablað mótsins

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta heitir EKKI FOLF heldur Frisbi-gólf

Making sense sagði...

Frisbí er skrásett vörumerki. Þess vegna er íþróttin t.d. kölluð diskagolf í Bandaríkjunum. Þótt einhverjar fótboltabullur hafi eignað sér folf-heitið þá eiga þær engan einkarétt á því. Leyfum fólki bara að kalla þetta það sem það vill.